Synir Egils

Synir Egils 9. nóv - Atvinnuþref, vaxtakrísa, húsnæðisekla, menningarstríð og sósíalismi

Episode Summary

Sunnudagurinn 9. nóvember Synir Egils: Atvinnuþref, vaxtakrísa, húsnæðisekla, menningarstríð og sósíalismi Bræðurnir Sigurjón Magnús og Gunnar Smári Egilssynir taka á móti gestum og ræða við þá um helstu fréttir og stöðuna í stjórnmálum. Að þessu sinni koma þau Kjartan Sveinsson formaður Landssambands smábátaeigenda, Þóra Kristín Ásgeirsdóttir blaðamaður og Arna Lára Jónsdóttir þingkona og ræða atvinnulíf, vaxtakrísu, húsnæðiseklu, efnahagslægð, menningarstríð og stöðuna í stjórnmálunum. Þá spyrjum við hvort sigur Zohran Mamdani í New York muni hafa áhrif á vinstrið annars staðar, meðal annars hér heima. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar, Finnur Dellsén prófessor í heimspeki við Háskóla Íslands, Rósa Björk Brynjólfsdóttir ráðgjafi og fyrrverandi þingmaður og Sanna Magdalena Mörtudóttir forseti borgarstjórnar ræða sósíalisma á uppleið. Í lokin ræða þeir bræður um pólitíkina með sínum hætti.